Bæn um vernd á tíma eldgoss

Mynd af vef RÚV
Mynd af vef RÚV
Þegar æðandi kraftar eldsins úr iðrum jarðar, þrýsta öskunni til himins breiða hana yfir byggðirnar, byrgja auglit sólar, fela angan jarðar , og fylla vit alls sem andar, áköllum við þig ó, Guð um miskunn. Þú, sem í árdaga bast höfuðskepnurnar og breyttir óskapnaðinum í sköpun við biðjum þig, Kom í mætti þínum og beisla óhemjuna, svo að aftur verði kyrrð og friður á jörðu, ullin verði aftur hvít og jörðin græn og fólkið gangi til iðju sinnar í öruggu trausti, til verndar þinnar og varðveislu í frelsaranum Jesú Kristi. Amen. Kristjan Valur Ingólfsson