Aung San Suu Kyi segir þörf á nýjum aðferðum við sáttargjörð

„Friður, öryggi og sáttargjörð í Myanmar“ var yfirskrift ráðstefnu sem haldin var dagana 2. til 5. ágúst sl. í Myanmar. Að baki ráðstefnunnar stóðu samtök kristinna kirkna í Asíu og samkirkjuráðið í Myanmar. Nóbelsverðlaunahafinn og mannréttindabaráttukonan Aung San Suu Kyi ávarpaði ráðstefnuna og benti á að leita þyrfti einfaldra, en djúpstæðra leiða til að tryggja frið.

Í máli hennar kom fram að hún teldi mikilvægt að fólk temdi sér djúpa virðingu í garð annarra og tæki ákvörðun um að vilja vera opin gagnvart einingu í fjölbreytileika. Þannig mætti halda á lofti gildum sáttagjörðar, friðar og öryggis í hvaða þjóðfélagi eða samfélagi sem er. Mikilvægt væri að komast yfir hatrið og öfundina. Þá fyrst væri hægt að fara að hugsa um sáttargjörð og frið.

Suu Kyi benti einnig á að sáttargjörð er gagnkvæmt ferli. Sáttargjörðarferlið er forsenda friðar og öryggis að hennar mati og bætir við að þjóðfélög sem ekki taka sér tíma í sáttargjörð munu ekki eignast frið.

Aung San Suu Kyi er einn þeirra samviskufanga sem hafa verið hvað mest í fréttum síðustu ár. Nú berst hún fyrir sáttargjörð og friði í Myanmar í landi þar sem fólk skiptist í etníska og pólitíska flokka. Hún sat í fimmtán ár í stofufangelsi þar til í nóvember 2010.

Nóbelsverðlaunin fékk hún árið 1991 en það var ekki fyrr en í júní á þessu ári sem hún hafði möguleika á að taka á móti þeim í Osló.

Sjá nánar á vef Alkirkjuráðsins.