Átt þú við spilafíkn að stríða?

GA eru samtök kvenna og karla sem deila með sér reynslu, styrk og von um að geta leyst sameiginlegt vandamál sitt og hjálpa öðrum að ná bata á spilafíkn. Fundir eru á neðri hæð Glerárkirkju á laugardögum kl. 10:30. Eina skilyrðið fyrir aðild, er löngunin til að hætta fjárhættuspili. Upplýsingar eru gefnar í símum 847 9840 og 898 4475.

Sjá einnig á vefsíðu GA-samtakanna, en þar segir meðal annars:

Eina skilyrðið fyrir aðild, er löngunin til að hætta fjárhættuspili. Það eru engin félagsgjöld í GA samtökunum, við stöndum á eigin fótum með frjálsum framlögum okkar. GA er ekki í tengslum við neina reglu, sértrúaflokk, stjórnmál, samtök eða stofnun, óskar ekki eftir að taka þátt í neinum ágreiningi, hvorki styður né stendur með neinum málstað. Eini tilgangur okkar er að hætta fjárhættuspili og hjálpa öðrum spilafíklum til þess sama.