Ást fyrir lífið - á Lindinni á sunnudagskvöldum kl. 20:00

Ást fyrir lífið - hjónabandsbókin, er nú efni stuttra þátta á kristilegu útvarpsstöðinni LINDIN. Á hverju sunnudagskvöldi frá og með deginum í dag, 4. september, verður lesinn einn kafli úr bókinni. Lesarar eru sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur í Glerárkirkju og Pétur Björgvin Þorsteinsson djákni í Glerárkirkju. Kynnir þáttanna er Fjalar Freyr Einarsson og hefur hann umsjón með þáttunum. Endilega fylgist með á FM 103,1 á Akureyri. Hver þáttur er um 10 mínútna langur og endurtekinn nokkrum sinnum í vikunni.