Árleg kaffisala Baldursbrár

Kvenfélagið Baldursbrá verður með sína árlegu kaffisölu í safnaðarsal Glerárkirkju sunnudaginn 17. júní frá kl. 14:30. Frábær mæting hefur verið undanfarin ár og þakka kvenfélagskonur öllum sem mætt hafa um leið og þær hlakka til að sjá sem flesta velunnara félagsins í kaffisölunni. Sem fyrr er kaffihlaðborðið á mjög sanngjörnu verði, 1700 krónur fyrir 13 ára og eldri, 700 krónur fyrir 6 til 12 ára og frítt fyrir yngri börn. 

Vinsamlegast athugið að ekki er hægt að greiða með kortum.

Á sama tíma munu félagskonur sýna klukkustrengi í andyri kirkjunnar.

(Myndin sem fylgir fréttinni er fengin að láni af vef DV)