Ályktun aðalsafnaðarfundar

Frá aðalsafnaðarfundi 22. maí 2011
Frá aðalsafnaðarfundi 22. maí 2011
Á aðalsafnaðarfundi Lögmannshlíðarsóknar var eftirfarandi ályktun samþykkt: Aðalsafnaðarfundur Lögmannshlíðarsóknar haldinn í Glerárkirkju sunnudaginn 22. maí 2011 harmar þann róttæka og ósanngjarna niðurskurð á sóknargjöldum sem orðið hefur á hinum síðustu árum. Fundurinn varar við því að frekari niðurskurður muni koma alvarlega niður á þjónustu við alla þá aldurs- og þjóðfélagshópa sem til kirkjunnar leita og þiggja þjónustu hennar. Minnt er á að sóknargjöld eru  félagsgjöld í eðli sínu sem renna jafnt til safnaða þjóðkirkjunnar sem og annarra skráðra trúfélaga og standa undir grunnþjónustu þeirra og mynda þar með mikilvægan þátt í velferðaruppbyggingu samfélagsins. Fundurinn hvetur háttvirt alþingi til þess að sporna við því að til frekari niðurskurðar komi. Ályktunin er send öllum alþingismönnum og afrit til fjölmiðla, ásamt fylgiskjölum sem finna má hér fyrir neðan. Bréfið í heild sinni.

Fylgiskjal 1: Stutt samantekt og útskýring
Fylgiskjal 2: Afgreiðsla Kirkjuþings 2010 vegna fjármála kirkjunnar
Fylgiskjal 3: Grein eftir biskup Íslands, hr. Karl Sigurbjörnsson af vef þjóðkirkjunnar um tekjustofn safnaðanna.
Fylgiskjal 4: Ræða innanríkisráðherra, hr. Ögmundar Jónassonar við setningu prestastefnu nýverið.