Ályktanir frá Kirkjuþingi unga fólksins á Vestmannsvatni

Glerárkirkja átti fulltrúa meðal þeirra sem sóttu Kirkjuþing unga fólksins í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi laugardaginn 28. maí. Unnið var í fjórum hópum og kom hver hópur með eina eða fleiri ályktanir sem allar voru samþykktar (að hluta til sameinaðar). Upptakan hér að ofan er frá þeim hluta þingsins þegar ályktanirnar voru kynntar fyrir fundinum.