Alþjóðleg samkirkjuleg bænavika hefst í Glerárkirkju 16. janúar kl. 11:00

Árleg bænavika um einingu kristinna manna verður í söfnuðunum á Akureyri 16. - 23. janúar. Bænavikan hefst með útvarpsguðsþjónustu frá Glerárkirkju sunnudaginn 16. janúar kl. 11:00 Viljum við hvetja alla til þátttöku í guðsþjónustunni en þar mun Ingibjörg Jónsdóttir, öldungur Hjálpræðishersins, hún Imma okkar, flytja ræðu, og fulltrúar frá söfnuðunum taka þátt í ritningarlestri, bæn og söng. Kór Glerárkirkju undir stjórn Valmars Väljots og sönghópur munu leiða liflegan og fjölbreyttan söng. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir mun þjóna fyrir altari.

Það eru teknir átta dagar til þessa samkirkjulega bænastarfs á hverju ári og eru rúm hundrað ár síðan kristnar kirkjur um víða veröld hófu þetta bænastarf. Á hverju ári er efni undirbúið af kirkjudeildunum á ákveðnu svæði að þessu sinni er efnið undirbúið í Jerúsalem. Yfirskriftin er lýsing á frumsöfnuðinum þar og tekin úr Postulasögunni:“Þeir ræktu trúlega uppfræðslu postulanna og samfélagið, brotningu brauðsins og bænirnar”. (Post. 2, 42).

Nánar má fræðast um dagskrá samkirkjulega bænavikunnar á vef prófastsdæmisins.