Alþjóðleg jól í Rósenborg, 17. desember kl. 14:30 til 17:00

Myndina tók Páll Jóhannesson
Myndina tók Páll Jóhannesson
Við í Glerárkirkju hvetjum unga sem aldna til þess að fjölmenna á alþjóðlega jólahátíð sem verður haldin laugardaginn 17. desember frá 14:30 til 17:00 á efstu hæðinni í Rósenborg. Hægt verður að upplifa hvernig jólin hljóma, bragðast og hvaða hefðir tíðkast á öðrum stöðum í heiminum um jólahátíðina. Í boði verður andlitsmálning, börnin geta búið til jólaskraut og hjálpast að við að skreyta jólatréð. Skoða auglýsingu (PDF-skjal).