Allt barnastarf liggur niðri fyrstu viku október

Vegna fjölda kórónaveirusmita hjá grunnskólabörnum í þorpinu höfum við ákveðið að allt barnastarf Glerárkirkju liggi niðri þessa fyrstu viku október. Ákvörðun um framhaldið verður tekin undir lok vikunnar.

Þetta þýðir að Glerungar, TTT, UD-Glerá, barnakórarnir og sunnudagaskólinn eru í hléi þar til tekst að ná tökum á þessari bylgju.

Við vitum ekki til þess að smituð börn hafi sótt starfið hjá okkur í síðustu viku, en þó eru börn sem hér voru komin í sóttkví vegna smita í grunnskólum bæjarins.

Vonandi fer þetta vel og við getum komið saman sem fyrst aftur.