Alfanámskeiðin hefjast á ný!

Alfanámskeið verða haldin í haust í samstarfi við KFUM og KFUK á Akureyri. Kynningarkvöld verður miðvikudaginn 8. sept. kl. 20. Það er byrjendanámskeiðið þar sem glímt er við spurninguna: Hver er tilgangur lífsins. Þau Dögg Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur, og Fjalar Freyr Einarsson, grunnskólakennari, leiða það. Þá verður samhliða boðið upp framhaldsnámskeið þar sem verður tekist á við kristna siðfræði: Tíu boðorð á 21. öld. Sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur, og Bjarni Guðleifsson, líffræðingur, munu leiða þann hluta. Allir eru velkomnir á kynningarkvöldið 8. sept. kl. 20. Sjá nánar á vef Eyjafjarðarprófastsdæmis.