Áhugaverður þáttur á Rás 1 um Áskel Jónsson

Í dag, föstudaginn 25. mars mátti hlýða á áhugaverðan þátt á Rás 1 um organistann okkar ástkæra, Áskel Jónsson. Áskell var organisti Lögmannshlíðarsóknar frá 1945 til 1987. Umsjónarmaður þáttarins var Birgir Sveinbjörnsson. Hægt er að hlusta á þáttinn á netinu, auk þess sem þátturinn verður endurfluttur sunnudaginn 27. mars á Rás 2 kl. 23:20.