Ágúst Þór Árnason ræðir um stjórnarskrá, gildismat og trú

Í dag er samvera eldri borgara í Glerárkirkju. Þar ræðir Ágúst Þór Árnason um stjórnarskrá, gildismat og trú. Samveran hefst með söng og helgistund. Boðið er upp á kaffihlaðborð á vægu verði að hætti Rósu. Að venju eru rútuferðir frá Lindasíðu kl. 14:45. Reiknað er með að samverunni ljúki um hálf fimmleytið. Allir hjartanlega velkomnir.