Æskulýðskór og Barnakór æfa á miðvikudögum

Skráning og kynning á Æskulýðskór Glerárkirkju og Barnakór Glerárkirkju verður miðvikudaginn 29. ágúst næstkomandi á æfingatíma kóranna. Æfingar barnakórs eru á miðvikudögum kl. 15:30. Æfingar æskulýðskórs eru á miðvikudögum kl. 16:30. Kórstjóri er Marína Ósk Þórólfsdóttir og gefur hún nánari upplýsingar í síma 847 7910. Netfang hennar er marina.osk.thorolfs@gmail.com.

ÞÁTTTAKA Í KÓRUNUM ER ÓKEYPIS OG ALLIR VELKOMNIR. Æskulýðskór Glerárkirkju er opinn öllum strákum og stelpum úr sjötta bekk og eldri. Barnakór Glerárkirkju er opinn öllum strákum og stelpum úr öðrum til fimmta bekk. Fjölbreytt dagskrá er framundan, m.a. bíókvöld, æfingabúðir, söngkvöld og fleira. Aðstoðarkórstjóri er Rósa Ingibjörg Tómasdóttir.