Æskulýðsfélagið Glerbrot: Sumardagskrá

Æskulýðsfélagið Glerbrot sem hefur verið starfandi í Glerárhverfi frá haustinu 1982 stendur fyrir sumardagskrá í næstu viku. Hún er opin krökkum sem fædd eru 1996 til 1998. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá innan bæjarmarkanna en endað á tjaldútilegu. Það eru öllum á þessum aldri velkomið að taka þátt og verður kostnaði haldið í lágmarki. Nánari upplýsingar gefur Pétur Björgvin djákni í síma 864 8451.

Dagskráin verður sem hér segir:

23. júlí er undirbúningskvöld fyrir dagskrá næstu daga. Við ætlum að hittast á neðri hæð kirkjunnar og fá okkur grillaðan mat og ræða dagskrá næstu daga. Dagskráin hefst kl. 20:00. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku með því að senda SMS á 864 8451 með því að senda póst á petur@glerarkirkja.is eða með því að skrá sig fyrir viðkomandi viðburð á Facebook síðu Glerbrots. Þátttaka er ókeypis, léttur grillmatur og svali í boði.

24. júlí ætlum við að fara í smá hjólreiðatúr. Við ætlum að leggja af stað frá Glerárkirkju kl. 18:00 og hjóla upp í Lögmannshlíðarkirkju þar sem við fáum smá nesti. Munið að taka með ykkur nóg að drekka! Nauðsynlegt er að skrá þátttöku með því að senda SMS á 864 8451 með því að senda póst á petur@glerarkirkja.is eða með því að skrá sig fyrir viðkomandi viðburð á Facebook síðu Glerbrots.

25. júlí er keilukvöld æskulýðsfélagsins. Við ætlum að fara í Keilu. Hittumst fyrir utan Kaffi Jónsson kl. 17:00. Fyrsti leikur í boði kirkjunnar, þau sem vilja fara í fleiri leiki borga sjálf þá leiki. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku með því að senda SMS á 864 8451 með því að senda póst á petur@glerarkirkja.is eða með því að skrá sig fyrir viðkomandi viðburð á Facebook síðu Glerbrots.

26. júlí verður fundur í æskulýðsfélaginu og eru foreldrar velkomnir með á fundinn. Við ætlum að ræða tjaldútilegu helgarinnar, skipta okkur niður á tjöld og fleira. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku með því að senda SMS á 864 8451 með því að senda póst á petur@glerarkirkja.is eða með því að skrá sig fyrir viðkomandi viðburð á Facebook síðu Glerbrots.

27. - 29. júlí er tjaldútilega í Þingeyjarsýslu. Ferðin er þátttakendum að kostnaðarlausu en hver og einn þarf að koma með nesti með sér fyrir helgina fyrir utan að það verður sameiginlegur kvöldmatur á laugardeginum. Aðeins þau sem skrá sig tímanlega og mæta á fundinn á fimmtudagskvöldinu geta komið með. Auk Péturs verða Guðrún Ösp Erlingsdóttir og Samuel Örn Pétursson með í för.

Sumardagskrá Glerbrots er sem fyrr segir opin öllum krökkum sem fædd eru árin 1996 til 1998. Það er styrkur frá Samherja sem gerir Glerárkirkju það kleift að halda kostnaði við þessa sumardagskrá í algeru lágmarki. Með þessu tilboði viljum við sérstaklega koma til móts við þau ungmenni sem hafa ekki tök á því að ferðast í sumar, en að sjálfsögðu er öllum velkomið að taka þátt.