Æskulýðsdagurinn 6. mars

Á æskulýðsdegi kirkjunnar þann 6. mars næstkomandi er fjölbreytt dagskrá í boði í Glerárkirkju. Dagskrá dagsins hefst með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11:00. Sunnudagaskólinn er á sínum stað á sama tíma. Um kvöldið, kl. 19:30 stendur æskulýðsfélagið Glerbrot fyrir góðgerðakaffihúsi þar sem vöfflur verða seldar og ágóðinn verður nýttur í að leysa þrælabörn úr ánauð. Kl. 20:30 er svo komið að söngmessu í umsjón sr. Örnu og Valmars organista.