Æskulýðnefnd þjóðkirkjunnar

Á Kirkjuþingi haustið 2011 var samþykkt þingsályktun (21/2011) um stofnun æskulýðsnefndar þjóðkirkjunnar. Hlutverk hennar er fyrst og fremst að vera vettvangur fyrir umræðu um barna- og unglingastarf kirkjunnar um land allt, stöðu þess og þróun. Formaður nefndarinnar er Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni í Glerárkirkju, varaformaður er Jónína Sif, formaður ÆSKR og ritari og jafnframt starfsmaður nefndarinnar er Elín Elísabet Jóhannsdóttir. Í nefndinni sitja eins og fyrr segir fulltrúar úr öllum prófastsdæmum auk fulltrúa frá ÆSKÞ. Þá á KFUM og KFUK áheyrnarfulltrúa á fundum nefndarinnar.Sjá nánar í kynningu hér.