Æfingar barna- og æskulýðskóra hefjast 9. janúar

Gleði og kraftmikill söngur hefur einkennt kórastarfið hjá Marínu og Rósu í haust. Um 40 börn eru skráð í Barnakór Glerárkirkju sem æfir alla miðvikudaga kl. 15:30 til 16:30. Þá hefur hópurinn líka stækkað sem mætir á æfingar Æskulýðskórs Glerárkirkju, en þær æfingar eru einnig á miðvikudögum, en hefjast kl. 16:30. Það er velkomið að bætast í hópinn, skráning fer fram á æfingunum sjálfum. Það kostar ekkert að vera með í kór í Glerárkirkju.

Nánari upplýsingar gefa Marína og Rósa:

Marína Ósk Þórólfsdóttir 847-7910

marina.osk.thorolfs@gmail.com

 

Rósa Ingibjörg Tómasdóttir 844-1422

rosaingibjorg@hotmail.com