Aðventukvöld Glerárkirkju þann 5. desember

Aðventukvöld verður haldið í Glerárkirkju sunnudagskvöldið 5. desember og hefst það kl. 20:30. Gestur kvöldsins og ræðumaður er Jón A. Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum. Kór Glerárkirkju, ásamt Æskulýðskór Glerárkirkju syngur og leiðir almennan söng undir stjórn Valmars Väljaots. Ljósaathöfn fermingarbarna í lok stundarinnar.