Aðventukvöld Glerárkirkju 3. desember kl.17:00

Hið árlega og svo ótrúlega ljúfa aðventukvöld er komandi sunnudag kl.17:00.
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri er ræðukona kvöldsins.
Sr. Sindri Geir og Eydís djákni þjóna, Barna- og æskulýðskórar Glerárkirkju syngja undir stjórn Margrétar Árnadóttur og Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.
Þessi samvera er fastur punktur í hátíðarhaldi margra, stundin þegar við syngjum Heims um ból við kertaljós er alveg mögnuð.
Eftir aðventustundina er heitt kakó, smákökur og samfélag í safnaðarheimili.
Verið velkomin.