Aðventukvöld Glerárkirkju

Kæru vinir, það er komið að aðventukvöldi Glerárkirkju.
Komandi sunnudag, fyrsta sunnudag í aðventu, verður ljúf helgistund hér í kirkjunni með óhefðbundnu sniði klukkan 17:00.
Það verður mikið sungið, kirkjukórinn okkar og barna- og æskulýðskórarnir sjá um tónlistina, Kristín Elva Viðarsdóttir sálfræðingur er ræðukona kvöldsins, fermingarhópurinn tekur þátt í ljósahelgileik - og eins og alltaf þá lýkur stundinni í myrkvaðri kirkju þar sem við syngjum Heims um ból við kertaljós.
Þá má aðventan koma.

Eftir stundina er boðið upp á heitt kakó og piparkökur í safnaðarheimilinu.