Aðventukvöld Glerárkirkju

Hið árlega aðventukvöld Glerárkirkju verður 2. sunnudag í aðventu, 5. desember kl.18:00 hér í kirkjunni.
Barnakórarnir og Kór Glerárkirkju koma okkur í hátíðarskapið með fallegri jólatónlist og sálmum sem eru ómissandi á þessum árstíma.
Jólasaga kemur í stað hefðbundinnar prédikunar og stundin verður létt og skemmtileg.
Til að mæta öllum kröfum um samkomutakmarkanir þurfa þátttakendur og gestir stundarinnar að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi í andyri kirkjunnar.
Hægt er að bóka hraðpróf annaðhvort hjá https://hradprof.is/ á Iðavöllum eða https://hradprof.covid.is/skraning/ á Strandgötunni - hvorutveggja er ókeypis þjónusta.
Eigum notalega stund saman við upphaf aðventu.