Aðalsafnaðarfundur sunnudaginn 8. maí

Aðalsafnaðarfundur Lögmannshlíðarsóknar verður haldinn sunnudaginn 8. maí næstkomandi að lokinni messu. Messan hefst kl. 11:00. Á aðalsafnaðarfundi er gerð grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári og reikningar afgreiddir. Allir eru velkomnir á aðalsafnaðarfund. Í 52. grein laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnarnr. 78 frá 1997 kemur meðal annars fram að aðalsafnaðarfund skal að jafnaði halda fyrir maílok ár hvert og að:

  • Aðalsafnaðarfundur fer með ákvörðunarvald innan sóknarinnar í málum þeim sem undir fundinn heyra samkvæmt lögum eða lögmæltum ákvörðunum.
  • Sóknarmenn njóta kosningarréttar og kjörgengis á safnaðarfundum þegar þeir eru fullra sextán ára.

Kirkjuþing hefur sett sóknarnefndum sérstakar starfsreglur og má þar lesa m.a. að það er sóknarnefnd sem boðar til aðalsafnaðarfundar með að minnsta kosti viku fyrirvara. Á aðalsafnaðarfundi er kosið í sóknarnefnd, en hún fer með stjórn á rekstri safnaðarins á milli safnaðarfunda.

Íbúar á Akureyri, norðan Glerár tilheyra Lögmannshlíðarsókn. Aðalsafnaðarfundurinn er réttur vettvangur fyrir meðlimi kirkjunnar að koma skoðun sinni á framfæri.