Aðalsafnaðarfundur Glerárkirkju

Verið velkomin á Aðalsafnaðarfund Lögmannshlíðarsóknar / Glerárkirkju.
Þjóðkirkjan er lýðræðisleg stofnun þar sem félagsfólk hefur mikið að segja um stefnu og starf kirkjunnar.
Á fundinum verða hefðbundin aðalfundarstörf, farið yfir ársreikning, skýrslu formanns og svo er kosning í sóknarnefnd.
Við hvetjum öll sem hafa áhuga á starfinu hér í Glerárkirkju að taka þátt í fundinum og hjálpa okkur að móta kirkjustarfið í hverfinu.
 
Fyrir fundinn er messa með kór Glerárkirkju og kór Fella- og Hólakirkju, eftir messuna eða kl.11:45 er súpa og brauð í safnaðarheimilinu kirkjugestum að kostnaðarlausu.

Verið velkomin!