Að ná áttum og sáttum

Ert þú fráskilin(n) eða stendur í skilnaði? Í febrúar og mars býður Glerárkirkja upp á námskeið til styrkingar þeim sem hafa gengið í gegnum skilnað einhvern tíma á lífsleiðinni. Umsjón með námskeiðinu hafa sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, prestur í Glerárkirkju, og sr. Guðrún Eggertsdóttir, sjúkrahúsprestur. Opinn kynningarfundur verður haldinn í safnaðarheimili Glerárkirkju þriðjudaginn 5. febrúar kl. 20. Allir velkomnir.