Að gerast heimsóknarvinur - kynningarnámskeið

Um nokkurt skeið hefur þjóðkirkjan staðið fyrir svonefndum vinaheimsóknum, meðal annars á Akureyri og í nágrenni. Reynt er að miðla heimsóknum til þeirra sem gjarnan vilja kynnast manneskju úr nágrenninu, en eiga sjálfir erfitt með að komast út á meðal fólks, til dæmis vegna veikinda eða fötlunar. Fimmtudaginn 14. febrúar kl. 17:00 til 20:00 verður haldið kynningarnámskeið fyrir áhugasama í Glerárkirkju. Þátttaka er ókeypis en nauðsynlegt að skrá sig á netfangið allaadda@gmail.com.

Forsenda slíks starfs er sú að við hin séum tilbúin til að gerast sjálfboðaliðar sem heimsóknarvinir. En hvað felur slíkt starf í sér og hvernig þarf maður að undirbúa sig? Þeim sem vilja kynna sér það er bent á að skrá sig á námskeiðið hjá Aðalheiði í síma 895 9665 eða á netfangið allaadda@gmail.com. Dagskrá námskeiðsins er sem hér segir:

  • 17:00 Ávarp: Sr. Svavar A. Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju
  • 17:10 Erindi: Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni og verkefnastjóri kærleiksþjónustu á Biskupsstofu
  • 18:20 Léttur kvöldverður
  • 18:40 Erindi (frh) og umræður
  • 19.30 Lokaoðr og samantekt: Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni í Glerárkirkju

Vinsamlegast athugið að þátttaka í námskeiðinu felur á engan hátt í sér skuldbindingu um að gerast sjálfboðaliði á þessum vettvangi en þátttakendur mega eiga von á því að Aðalheiður Jóhannsdóttir sem hefur umsjón með vinaheimsóknarstarfi kirkjunnar hafi samband í framhaldi af námskeiðinu til að ynna fólk eftir áhuga þeirra á slíku sjálfboðnu starfi ef/þegar næst vantar sjálfboðaliða.

Nánari upplýsingar gefur Aðalheiður í síma 895 9665.

Smellið hér til að prenta út auglýsingum um námskeiðið (PDF-skjal).

Myndin sem fylgir þessari frétt er af fyrirlesara kvöldsins, Ragnheiði Sverrisdóttur, djákna.