Á fyrsta reit

Marína Ósk Þórólfsdóttir sem stjórnar yngri kórum Glerárkirkju er fjölhæf tónlistarkona. Þetta árið kemur hún meðal annars að plötunni "Latínudeildin" þar sem hún syngur lagið "Á fyrsta reit" Okkur hér í Glerárkirkju þykir vænt um að geta bent á þessa plötu um leið og við bendum á Youtube upptöku af laginu sem er vel til þess fallið fyrir foreldra barnanna í kórunum sem og aðra til að kynnast söngkonunni Marínu Ósk aðeins betur.