UD Glerá fyrir 8-10 bekk

UD Glerá er vikulegt æskulýðsstarf alla fimmtudaga frá 19:30-21:30 fyrir 8-10 bekk í Sunnuhlíð í höfuðstöðvum KFUM & KFUK á norðurlandi.
En unglingastarfið er í samstarfi Glerárkirkju og KFUM & KFUK.

Húsið opnar 19:30 og til 20:00 er krökkunum frjálst að spila borðspil, fótboltaspil, pool, borðtennis, singstar eða bara slaka á og spjalla í kósýhorninu fram að dagskrárbyrjun.

Nánari upplýsingar hjá Sunnu Kristrúnu djákna í síma 864-8451 og Eydísi Ösp Eyþórsdóttur svæðisfulltrúa eydisosp@gmail.com

Ókeypis þátttaka og allir velkomnir, strákar og stelpur