GlerUngar fyrir 1-4 bekk

GlerUngar er vikulegt barnastarf alla mánudaga frá 14:00-15:30 fyrir 1-4 bekk í Partýherbergi Glerárkirkju (inngangur í hliðarhurð norðaustan megin).

Húsið opnar 14:00 og til 14:30 er krökkunum frjálst að spila borðspil, fótboltaspil, teikna, föndra, mála eða bara slaka á og spjalla í kósýhorninu og hlusta á tónlist.

Nánari upplýsingar hjá Sunnu Kristrúnu djákna í síma 864-8451

Minnum á lokaðan facebookhóp foreldra: GlerUngar

Ókeypis þátttaka og allir velkomnir, strákar og stelpur