Foreldrabréf til fermingarbarna

Ný styttist í fermingar vorsins í Glerárkirkju, en fyrsta ferming er laugardaginn 9. apríl. Af því tilefni hafa prestar kirkjunnar nú skrifað forráðafólki fermingarbarna bréf þar sem fram koma ýmsar hagnýtar upplýsingar varðandi undirbúning og skipulag fermingarathafnanna. Bréfinu er dreift í fermingarfræðslu í þessari viku, en einnig aðgengilegt hér á vef kirkjunnar og forráðafólki tilkynnt það í tölvupósti. Þá bjóða prestarnir foreldrum og fermingarbörnum einnig í spjall um tilhögun fermingarathafnna sjálfra og er fólk beðið að mæta í slíkt spjall annað hvort að lokinni messu þann 27. mars eða að lokinni fjölskylduguðsþjónustu þann 3. apríl. Lesa má bréfið hér á vefnum.

Í bréfinu er einnig að finna upplýsingar um tilhögun þemaviku fermingarbarna sem hefst næstkomandi sunnudag. Nánar má fræðast um þemavikuna hér á vefnum, en bréf þess efnis er einnig aðgengilegt hér á vefnum sem pdf-skjal.