Fréttir

Helgihald sunnudaginn 4. október

Sunnudaginn 4. október verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson og Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir, djákni, þjóna ásamt sunnudagaskólaleiðtogum. Barna - og æskulýðskórinn syngur undir stjórn Margrétar Árnadóttur. Í kvöldmessunni kl. 20 þjónar sr. Jón Ómar Gunnarsson ásamt Anítu Jónsdóttur, meðhjálpara. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.

Kyrrðardagur á Möðruvöllum í Hörgárdal 3. október.

Laugardaginn 3. október verður kyrrðardagur á Möðruvöllum í Hörgárdal. Þar hafa verið haldnir kyrrðardagar á hverju misseri og aðstæður til kyrrðar, íhugunar og hvíldar mjög gjóðar. Umsjón hafa sr. Guðmundur, sr. Guðrún og sr. Oddur Bjarni.

Sunnudagaskóli og messa 27. september n.k.

Sunnudaginn 27. september verður sunnudagaskóli og messa í Glerárkirkju. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Sunnudagaskólinn verður í umsjá Sunnu Kristrúnar, djákna.

Sunnudagurinn 13. september: Messa og sunnudagaskóli

Sunnudaginn 13. september verður messa og sunnudagaskóli í Glerárkirkju. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar fyrir altari og predikar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots, organista kirkjunnar. Sunna Kristrún, djákni, leiðir sunnudagaskólann ásamt leiðtogum.

Skráning í fermingarfræðslu og kynningarfundir

Fermingarundirbúningurinn í Glerárkirkju er nú framundan og hefst hann á kynningarfundum 8., 9., og 10. september n.k. fundirnir verða klukkan 16 í Glerárkirkju. Fyrir fundina er mikilvægt að búið sé að skrá fermingarbörnin í fræðslu og velja fræðslutíma, en hægt er að ganga frá því hér á vefnum.

Sunnudaginn 6. september

Kvöldmessa í Glerárkirkju kl. 20. Sr. Guðmundur Guðmundsson þjónar. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.