Fréttir

Safnaðarblað Glerárkirkju komið út

Hér má sækja safnaðarblað Glerárkirkju á Pdf-formi og lesa sér til ánægju og uppörvunar. M.a. dagskrá kirkjunnar á aðventu, jól og áramót.

Messa á sunnudagskvöldið 8. des. kl. 20

Sr. Guðmundur Guðmundsson og sr. Sindri Geir Óskarsson þjóna. Kór Glerárkirkju leiðir sögn undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista. Allir hjartanlega velkomnir.

Fræðslu- og umræðukvöld 27. nóv. kl. 20:00 - Andleg bjargráð

Tvö erindi verða í Glerárkirkju í nóvember undir yfirskriftinni Heilbrigði gegnum áföll og erfiðleika. Seinna erindið 27. nóvember kl. 20 flytur dr. Gísli Kort Kristófersson dósent í geðhjúkrun við Heilbrigðisvið Háskólans á Akureyri. Erindið nefnir hann: Samþætt nálgun í meðferð geðsjúkdóma og andleg bjargráð.

Jóla-aðstoð 2019

Eins og undanfarið ár verður samstarf um jólaaðstoð milli Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og Rauða krossins við Eyjafjörð. Þannig er sótt um að hringt er í síma 570 4090 milli kl. 10:00 og 12:00 alla virka daga frá 25. nóvember til 29. nóvember. Bókað er viðtal þar sem fyllt er út umsókn og koma þarf með staðgreiðsluyfirlit frá skattinum. Um er að ræða kort sem nota má í verslunum til matarkaupa fyrir þá sem eiga lítið handa á milli.

Fræðslukvöld 13. og 27. nóvember - Heilbrigði gegnum áföll og erfiðleika

Tvö erindi verða í Glerárkirkju í nóvember undir yfirskriftinni Heilbrigði gegnum áföll og erfiðleika. Miðvikudaginn 13. nóvember kl. 20 verður dr. Helgi Garðarsson geðlæknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri með erindi sem hann nefnir: Kenningar Jung um duldir varpa ljósi á áhrif áfalla. Seinna erindið 27. nóvember kl. 20 flytur dr. Gísli Kort Kristófersson dósent í geðhjúkrun við Heilbrigðisvið Háskólans á Akureyri. Erindið nefnir hann: Samþætt nálgun í meðferð geðsjúkdóma og andleg bjargráð.