Sunnudagurinn 13. september: Messa og sunnudagaskóli

Sunnudaginn 13. september verður messa og sunnudagaskóli í Glerárkirkju. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar fyrir altari og predikar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots, organista kirkjunnar. Sunna Kristrún, djákni, leiðir sunnudagaskólann ásamt leiðtogum. A messu lokinni verða tekin samskot til stuðnings verkefnum Hjálparsstarfs kirkjunnar til stuðnings flóttafólki í flóttamannabúðum í Líbanon og Jórdaníu. 

Þjóðkirkjan og söfnuðir hennar standa með flóttafólki í yfirlýsing frú Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, segir: "Ákall samfélagsins er skýrt varðandi neyð flóttamanna frá Sýrlandi. Okkur ber að koma til hjálpar. Undir það ákall tek ég." Biskup hvatti einnig söfnuði kirkjunnar til að efna til samskota í messum 13. og 20. september. Yfirlýsingu biskups má lesa á hér www.biskup.is.

Leiðtogar kirkjutengdra hjálparstofnanna á Norðurlöndum hvetja einnig til aðgerða til stuðnings flóttafólki: ?Fólkið er að deyja við bæjardyrnar ? Evrópskt samfélag verður að bregðast við núna.? (http://kirkjan.is/2015/08/folkid-er-ad-deyja-vid-baejardyrnar-evropskt-samfelag-verdur-ad-bregdast-vid-nuna/) 

Sr. Jón Ómar Gunnarsson, prestur í Glerárkirkju skrifaði einnig pistilinn: "Kristur og flóttafólkið" sem lesa má hér: http://www.akureyri.net/frettir/2015/09/09/kristur-og-flottafolkid/.