Fréttir

Landsmótið fer vel af stað

500 unglingar og leiðtogar eru samankomnir á landsmóti æskulýðsfélaga kirkjunnar sem var sett á Selfossi fyrr í kvöld. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, brá á leik við setningu landsmotsins og þakkaði unglingunum fyrir gott starf og góðan hug: „Nú veit ég af góðverkahelgi landsmótsins. Þar munuð þið leggja mikið af mörkum til þeirra sem treysta á aðstoð. Ég veit að hérna inni eru mörg gullhjörtu, sem bera umhyggju fyrir öðrum og láta gott af sér leiða.“' Meðal þátttakenda eru 12 ungmenni og 2 leiðtogar úr Glerárkirkju ásamt Pétri Björgvini djákna Glerárkirkju. Sjá nánar á kirkjan.is

15 manna hópur frá Glerárkirkju á landsmót

15 manna hópur leggur af stað í dag klukkan ellefu frá Glerárkirkju. Ferðinni er heitið á landsmót æskulýðsfélaga á Selfossi sem hefst í kvöld en alls er búist við um 500 þátttakendum. Undirbúningur hjá hópnum úr Glerárkirkju hefur staðið í nokkurn tíma, m.a. hafa tvær stúlkur úr hópnum æft stíft fyrir hæfileikakeppnina þar sem þær munu flytja söngatriði. Þá hittist hópurinn á dögunum til þess að sauma búninga, enda búningaball á dagskránni á laugardagskvöldinu og verðlaunum heitið fyrir flottustu búningana. Nokkrar mömmur og ein amma var fengin með í saumaskapinn og aldeilis glatt á hjalla. Skoða myndir frá búningasaumaskapnum.

,,Það er mikið mál að þrífa þessa kirkju

Það var um miðjan júlí í sumar. Þau komu göngumóð í Glerárkirkju, herra og frú Edge. Höfðu gengið alla leið frá Oddeyratanga. Þau voru farþegar á skemmtiferðaskipinu Aurora sem lá við bryggju. Það fyrsta sem hann sagði eftir að hafa heilsað mér var: ,,Það er mikið mál að þrífa þessa kirkju."

Pistlar um bænina: Erfiðleikar bænalífsins

Sr. Guðmundur Guðmundsson skrifar: Hvað er það sem gerir þér erfitt fyrir með bænina? Það má ekki fara fyrir okkur eins og fyrir manninum sem var að læra að hjóla í húsagarði. Hann sá stein á planinu og var svo upptekinn af því að hjóla ekki á hann að það endaði með því að hann rakst á steininn og féll um koll því að öll athygli hans var á vandamálinu. Vandinn er til að varast hann en listin að biðja er jafnvægislist sem við þurfum að ná tökum á. Lesa áfram á trú.is.

Tveggja manna tal um bókmenntir og listir

Þessar vikurnar standa yfir umræðukvöld í Glerárkirkju á vegum prófastsdæmisins um trúna á Krist, guðspjöllin og nútímann. Hvert umræðukvöld hefst á tveggja manna tali um ákveðið þema. Miðvikudagskvöldið 26. október er röðin komin að sr. Örnu Ýrr Sigurðardóttur og sr. Örnólfi Ólafssyni og ræða þau um bókmenntir og listir. Til grundvallar umræðunni er lögð bók páfa ,,Jesús frá Nasaret". Lesa nánar um fræðslukvöldin á vef prófastsdæmisins.

Vetrarfrí í fermingarfræðslunni

ATHUGIÐ: Vegna þess að það er vetrarfrí í skólum mánudaginn 24. okt. og þriðjudaginn 25. okt. verður engin fermingarfræðsla vikuna 24. til 28. október. Nánari upplýsingar gefa prestar kirkjunnar, sr. Gunnlaugur og sr. Arna.

“Sú leiksýning sem varað hefur lengst á jörð.”

Á samræðukvöldi í Glerárkirkju miðvikudaginn 19. október var umræðuefnið leikhúsið og helgihaldið. Sr. Haukur Ágústsson ræddi um efnið og hélt því fram að guðsþjónustan væri “Sú leiksýning sem varað hefur lengst á jörð.” Á vef prófastsdæmisins má lesa pistill um kvöldið og skoða upptökur. Lesa áfram á vef prófastsdæmisins.

Sjálfboðaliðar á vegum Glerárkirkju í Noregi - frásögn

Æskulýðsstarf Glerárkirkju er viðurkennd sendisamtök fyrir evrópska sjálfboðaliða innan Evrópu Unga Fólksins. Síðastliðið sumar fóru tveir sjálfboðaliðar til Noregs frá okkur, en þetta er annað sumarið sem Æskulýðsstarf Glerárkirkju sendir sjálfboðaliða erlendis. Hins vegar hafa alls komið 13 sjálfboðaliðar til okkar síðustu 6 árin. Þegar sjálfboðaliðar koma heim aftur eru þeir beðnir að svara nokkrum spurningum og segja frá verkefninu. Hér koma svörin frá þeim Brynju og Þorbjörgu.

Ferðir á Löngumýri

Við hér í Glerárkirkju minnum á ferðir fermingarbarna á Löngumýri. * Fimmtudagur, 20. október. Börn úr Síðuskóla. Brottför kl. 08:30. * Föstudagur, 21. október. Börn úr Giljaskóla. Brottför kl. 08:30. ATH: Ferðirnar eru öllum opnar, líka þeim sem sækja ekki fermingafræðslu í Glerárkirkju. Sjá nánar í eldri frétt hér á vefnum.

Leikhúsið og helgihaldið

ATH: Því miður er Aðalsteinn Bergdal forfallaður! Tveggja manna tal á miðvikudagskvöldum í Glerárkirkju heldur áfram 19. október. Nú er röðin komin að sr. Hauki Ágústssyni presti og kennara og Aðalsteini Bergdal leikara. Yfirskrift kvöldsins er: ,,Leikhúsið og helgihaldið" en þeir munu m.a. fást við eftirfarandi spurningar: Eru guðspjöllin vel til þess fallin að leika þau á sviði? Hvers vegna (ekki)? Hvað er sérstakt við form guðspjallanna? Hvernig tengjast guðspjöllin helgihaldi kirkjunnar? Dagskráin hefst kl. 20:00 með stuttri helgistund og tveggja manna tali þeirra Hauks og Aðalsteins. Að loknu kaffihléi um níuleytið tekur við samtal við almenna þátttakendur. Allir velkomnir - aðgangur ókeypis.