Fréttir

Fimmtudagurinn 17. apríl Skírdagur

Messa verður í Glerárkirkju fimmtudaginn 17. apríl kl. 20.00 Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar, Stefanía Steinsdóttir, guðfræðinemi, flytur hugvekju. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmar Väljaots.

UD-Glerá með lokahátíð

Æskulýðsfélag kirkjunnar, UD - Glerár hélt síðasta fund sinn í vetur með stæl. Þau höfuð Palla- og Pálínuboð sem þýðir að hver og einn kom með veitingar með sér. Það er góður 20 manna hópur sem hefur mætt á fundi, farið á landsmót KFUM og KFUK, prjónað húfur fyrir krakka í Síberíu og tekið þátt í leiðtogaþjálfun. Hópurinn endaði veturinn með samverustund í kirkjunni og svokallaðri Poppkornsbæn. Í maí verður opið í KFUM og KFUK í Sunnuhlíð á fimmtudögum ef unglingarnir vilja hittast.

Börn á leikskólanum Tröllaborgum gáfu börnum í Malaví VATN

Börnin á deildinni Bjargi á leikskólanum Tröllaborgum komu í Glerárkirkju og afhentu gjöf til Hjálparstarfs kirkjunnar. Þau höfðu aflað rúmlega 15.000 króna með sölu á listaverkum sem þau bjuggu til sjálf. Þau unnu með þemað SAMKENND og vildu sýna börnum sem ekki hafa aðgang að hreinu vatni samkennd og gefa þeim möguleika á hreinu vatni. Fyrir þessa upphæð er hægt að veita 50 manns hreint vatn. Fyrir hönd Hjálparstarfsins þakkaði Ragnheiður djákni þeim fyrir og afhenti þakkarbréf frá Hjálparstarfinu.

Krossfestingarmyndir Ólafs Sveinssonar

Í fordyri Glerárkirkju verður sýning á þrem krossfestingarmyndum eftir myndlistarmanninn Ólaf Sveinsson. Hún stendur frá 14. til 25. apríl. Ólafur býr og starfar á Akureyri. Miðvikudaginn 16. apríl eftir hádegismessu verður sýningin formlega opnuð. Í viðtali við uppsetningu myndanna sagði Ólafur: "Í gegnum tíðina hef ég velt fyrir mér eða hugleitt trúmál og unnið ýmis myndverk og málverk með sterku trúarlegu ívafi. Hér má sjá þrjú tilbirgði við krossfestingar hugleiðingar.

Pálmar í sunnudagaskólanum

Á Pálmasunnudag, 13. apríl, fengu börnin pálmagreinar til að lifa sig inn í aðstæðurnar þegar Jesús reið á asna inn í Jerúsalem og íbúarnir tóku á móti honum fagnandi veifandi pálmagreinum. Þetta var síðasti sunnudagaskólinn vor en vorhátið verður 11. maí.

Sunndagskóli í safnaðarsal kl. 11.00

Síðasti sunnudagskóli vetrarins verður í Glerárkirkju 13. apríl kl. 11.00 í safnaðarsal kirkjunnar.

Fermingar í Glerárkirkju laugardaginn 12. og sunnudaginn 13. apríl kl. 13.30

Fermingar verða í Glerárkirkju laugardaginn 12. og sunnudaginn 13. apríl kl. 13.30 Prestar eru sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir. Organisti: Valmar Väljaots. Kór Glerárkirju leiðir söng.

Æfingar fyrir fermingarathafnir helgarinnar

Þau börn sem fermast laugardaginn 5. apríl nk. eiga að mæta á fermingaræfingu föstudaginn 4. apríl kl. 15. Þau sem fermast sunnudaginn 6. apríl eiga að mæta föstudaginn 4. apríl kl. 16. Mikilvægt er að allir mæti. Æfingin tekur ca klukkustund.

Tumi tímalausi kemur í heimsókn í fjölskylduguðsþjónustu

Á sunnudaginn fáum við góða heimsókn í Glerárkirkju þegar leikendur úr Tuma tímalausa koma í heimsókn og flytja atriði úr verkinu.

Kvöldmessa kl.20.00

Kvöldmessa verður í Glerárkirkju sunndaginn 30. mars kl: 20.00. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng undir stjórn Valmar Väljaots.