UD-Glerá með lokahátíð

Æskulýðsfélag kirkjunnar, UD - Glerár hélt síðasta fund sinn í vetur með stæl. Þau höfuð Palla- og Pálínuboð sem þýðir að hver og einn kom með veitingar með sér. Það er góður 20 manna hópur sem hefur mætt á fundi, farið á landsmót KFUM og KFUK, prjónað húfur fyrir krakka í Síberíu og tekið þátt í leiðtogaþjálfun. Hópurinn endaði veturinn með samverustund í kirkjunni og svokallaðri Poppkornsbæn. Í maí verður opið í KFUM og KFUK í Sunnuhlíð á fimmtudögum ef unglingarnir vilja hittast.