Fréttir

Helgihald í Glerárkirkju um hvítasunnuna

Um hvítasunnuna verður helgihald í Glerárkirkju sem hér segir:

Fermingaræfing föstudaginn 25. maí kl. 16.

Æfing vegna fermingar laugardaginn 26. maí verður föstudaginn 25. maí kl. 16. Mikilvægt er að öll fermingarbörn mæti. Æfingin tekur ca. klukkustund.

Sálmanúmer sunnudagsins 20 maí

Sálmanúmer sunnudagsin 20 maí

Mótorhjólafólk mætir í guðsþjónustu á sunnudagskvöldið

Á sunnudagskvöldið verður guðsþjónusta kl. 20. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar og Krossbandið leiðir söng. Mótorhjólafólk tekur þátt í stundinni með ritningarlestrum og tónlistarflutningi. Mótorhjólafólk hvatt til að koma til kirkju á hjólum sínum. Allir velkomnir. 

Messa í Lögmannshlíðarkirkju sunnudaginn 20. maí

Næsta sunnudag verður messa í Lögmannshlíðarkirkju kl. 14. Sr Gunnlaugur Garðarsson þjónar, Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Allir velkomnir. 

Mótorhjólafólk mætir í guðsþjónustu á sunnudagskvöldið

Sunnudaginn 20. maí kl. 20 verður kvöldguðsþjónusta í Glerárkirkju. Hún verður með þátttöku mótorhjólafólks sem mun lesa ritningarlestra og flytja tónlist. Sr. ARna Ýrr Sigurðardóttir þjónar og Krossbandið leiðir söng. Allir eru velkomnir og er mótorhjólafólk hvatt til að fjölmenna á hjólum til guðsþjónustunnar. 

Hvað vilt þú að ég geri fyrir þig?

Þau sem ekki áttu heimangengt síðasta sunnudag geta nú lesið prédikun sr. Örnu Ýrrar Sigurðardóttur á trú.is en hún sagði m.a.: Jesús gerði sér grein fyrir margbreytileika okkar mannanna. Hann dró fólk ekki í dilka, heldur mætti hverjum og einum þar sem hann eða hún var.„Hvað viltu að ég geri fyrir þig?“ segir hann oftar en einu sinni þegar hann mætir fólki. Lesa prédikun á trú.is.

Uppstigningardagur - dagur aldraðra í kirkjunni

Á uppstigningardag verður messa kl. 11 í Glerárkirkju. Sr. Arna Ýrr þjónar, en sr. Haukur Ágústsson mun prédika. Karlakór Akureyrar- Geysir, syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Að messu lokinni verður boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu. Allir velkomnir.

Kjör til vígslubiskups að Hólum

Á vef þjóðkirkjunnar er að finna upplýsingasíðu varðandi vígslubiskupskjör. Smellið hér.

Æskulýðsnefnd þjóðkirkjunnar skipuð

Kirkjuráð hefur nú skipað í nýja æskulýðsnefnd. Í henni eiga sæti fulltrúar úr öllum prófastsdæmum ásamt aðilum frá ÆSKÞ og Biskupsstofu. Formaður nefndarinnar er Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni í Glerárkirkju. Sjá nánar á kirkjan.is.