Vantar gistingu fyrir 10 manns

Framundan er þemavika fermingarbarna í Glerárkirkju. Til að gera vikuna sem skemmtilegasta hefur Glerárkirkja fengið til liðs við sig 18 manna hóp fólks milli tvítugs og þrítugs sem sækir biblíuskóla á vegum Youth with a Mission, en þau eru nú stödd í Íslandi í starfsþjálfun. Hópurinn mun dvelja á Akureyri frá mánudeginum 21. janúar til og með sunnudagsins 27. janúar. Enn vantar gistipláss fyrir 10 af 18, en leitað er eftir gestgjöfum sem geta boðið upp á rúm (má vera sófi á holi eða í stofu, jafnvel dýna á gólfi) og gefið viðkomandi morgunmat. Allar aðrar máltíðir verða sameiginlegar í kirkjunni fyrir hópinn. Nánari upplýsingar gefur Pétur Björgvin í síma 864 8451 eða á netfangið petur[hjá]glerarkirkja.is.