Óheil siðferðileg afstaða er ær og kýr freistingarinnar

Á umræðukvöldum í Glerárkirkju þetta misserið er fjallað um bók páfa ,,Jesús frá Nasaret". Í þeim hluta sem fjallað er um í kvöld segir hann meðal annars: Eðli allra freistinga er ... að víkja Guði til hliðar vegna þess að við teljum hann aukaatriði og lítum hreinlega á hann sem óþarfan og þreytandi í samanburði við allt það sem virðist mikilvægara til að veita okkur lífsfyllingu. Að reisa heim við okkar eigið ljós án tengsla við Guð, að byggja á okkar eigin grunni og hafna öllum veruleika utan við þann pólitíska og efnislega og víkja Guði til hliðar sem tálmynd - þetta er freistingin sem ógnar okkur og birtist okkur í mörgum mismunandi myndum. Óheil siðferðileg afstaða er ær og kýr freistingarinnar. ... Hún læst líka tala fyrir sönnu raunsæi: Það sem er raunverulegt er það sem er beint fyrir framan nefið á okkur - völd og peningar. Í samanburði verður allt sem snertir Guð óraunverulegt, minni háttar og eitthvað sem enginn þarf á að halda. (Bls. 46). Þátttakendur í tveggja manna tali í kvöld eru dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson og sr. Sigríður Munda Jónsdóttir. Sjá nánar á vef prófastsdæmisins.