Með börnin til tannlæknis fyrir áramót

Þegar sólin skín og við njótum sumartímans þá fara sumar fréttir fram hjá okkur. Ein gleðifrétt sumarsins snéri að því að Sjúkratryggingar Íslands hækkuðu endurgreiðslugjaldskrá sína fyrir tannlækningar barna um 50%.  Hækkunin tók gildi 1. júlí 2012 en hún gildir TÍMABUNDIÐ til næstu áramóta. Áætlað er að með þessu hækki hlutfall endurgreiðslu raunkostnaðar úr tæpum 42% að meðaltali í 62,5%. Þess vegna segjum við í Glerárkirkju við foreldra barna (17 ára og yngri): Drífið ykkur með börnin til tannlæknis fyrir áramót!

Sjá nánar á vef Sjúkratrygginga Íslands.