Glerárkirkja 30 ára.

Við í Glerárkirkju viljum bjóða þér kæri lesandi að koma og taka þátt í afmælisdagskrá Glerárkirkju 2.-4. desember n.k.

Föstudagur 2. desember

Kl.17:00 - Opnun listasýningar í Glerárkirkju.

Sýningin er samstarf Glerárkirkju og Skógarlundar, miðstöðvar virkni og hæfingar. Verkin eru unnin af öllum þeim
sem koma í Skógarlund.

Kaffi og veitingar verða í boði á meðan
opnunin stendur yfir.

 

Laugardagur 3. desember

Kl. 15:00 - Kirkja á krossgötum, málþing í safnaðarheimili Glerárkirkju.
(Nánari dagskrá hér að neðan)

Við efnum til samtals um stöðu og hlutverk þjóðkirkjunnar. Dr. Sigríður Guðmarsdóttir flytur uppistöðuerindi, dr. Hjalti Hugason og sr. Helga Bragadóttir flytja örerindi og í lokin verða umræður. Kaffiveitingar verða í boði.

 

Sunnudagur 4. desember

Kl.11:00 - Hátíðarmessa.

Prestar Glerárkirkju þjóna, sr. Jón Ármann Gíslason prófastur prédikar.

Kór Glerárkirkju flytur Missa Gioiosa eftir Hans-André Stamm.

Hátíðarkaffi í safnaðarheimili.

Kl.14:00 - Barna- og æskulýðskórar Glerárkirkju heimsækja íbúa Lögmannshlíðar og syngja jólasöngva.

Kl.16:00 - Jólatónleikar kórs Glerárkirkju.

Ókeypis aðgangur og fjölbreytt dagskrá. Margrét Árnadóttir söngkona, barna- og æskulýðskórar kirkjunnar og Krossbandið taka þátt í tónleikunum.

 

Kirkja á krossgötum
Staða og hlutverk þjóðkirkju í dag
Málþing í Glerárkirkju 3. desember kl.15:00

 Þjóðkirkjan stendur á krossgötum. Hún hefur öðlast frelsi frá ríkinu til að ákveða sjálf hvernig hún ver fjármunum sínum og skipuleggur starf sitt, en hvernig mun þjóðkirkjan fara með þetta frelsi?
Þjóðkirkjan sem stofnun á undir högg að sækja í íslensku samfélagi, meðlimum fækkar og tilgangur hennar er mörgum óljós. Þarf þjóðkirkjan bara betri fjölmiðlafulltrúa eða þarf hún að horfa inn á við og þora að taka nýja stefnu?
Á afmælismálþingi Glerárkirkju er umræðuefnið stórt og við ætlum að nálgast það úr ólíkum áttum.

Dr. Sigríður Guðmarsdóttir flytur uppistöðuerindi um lýðræðið í þjóðkirkjunni. Hún er lektor við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands og menntar þar meðal annars djákna, presta og biskupa framtíðarinnar.

Sr. Helga Bragadóttir er nývígður prestur við Glerárkirkju. Hún flytur örerindi um vonir og væntingar til þjóðkirkjunnar sem hennar framtíðar starfsvettvangs.

Dr. Hjalti Hugason, prófessor emeritus við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Hann hefur beint sjónum sínum að þeim tækifærum sem breytt staða þjóðkirkjunnar færir og flytur örerindi því tengt. 

Til að bregðast við og hrista upp í umræðunni veitir góður hópur fólks andsvör:

Kristín Helga Schiöth, alþjóðafræðingur og stjórnarkona í Siðmennt.
Dr. Sigurður Kristinsson, prófessor í heimspeki við Háskólann á Akureyri
Arna Jakobsdóttir, þroskaþjálfi og djáknanemi.
Dr. Brynhildur Bjarnadóttir, lektor við Háskólann á Akureyri og formaður stjórnar KFUM og KFUK á Akureyri.
Þorvaldur Örn Davíðsson, tónskáld og organisti.

Sr. Sindri Geir Óskarsson verður fundarstjóri og leiðir samtalið.

Kaffiveitingar verða í boði og við reiknum með að ljúka málþinginu um kl.16:30.

Verið hjartanlega velkomin og ekki hika við að leggja orð í belg um framtíð þjóðkirkjunnar.