Vinaheimsóknir

Á vegum Eyjafjarðarprófastsdæmis er boðið upp á vinaheimsóknir til aldraðra einstaklinga, þetta starf lætur ekki mikið yfir sér, en er smátt og smátt að eflast og aukast.Með starfinu er reynt að rjúfa einangrun fólks og koma til móts við einaklinga sem hafa lítil tök á að fara út á meðal fólks, en vilja gjarnan fá heimsóknir úr nágrenninu. Sjálfboðaliðar sem að þessu starfi standa taka gjarnan að sér einn einstakling og verður það samkomulagsatriði hve oft er komið til fólks og hvað er gert, hvort farið er út að ganga, lesið eða bara rabbað saman. Á dvalarheimilum hafa slíkar heimsóknir einnig verið vel þegnar og tengsl myndast sem báðir aðilar hafa haft ánægju af.

Meira um vinaheimsóknir:

HVER GETUR FENGIÐ HEIMSÓKN? Kirkjan reynir að miðla heimsóknum til þeirra sem gjarnan vilja kynnast manneskju úr nágrenninu, en eiga sjálfir erfitt með að komast út á meðal fólks, vegna veikinda, fötlunar eða af öðrum ástæðum

HVAÐ GETUR GESTURINN GERT? Gesturinn hefur tíma til þess að tala við þig, lesa upphátt fyrir þig eða fara með þér í gönguferð. Þannig er um að ræða persónuleg vinatengsl, þar sem markmiðið er að styrkja og gleðja báða. Gesturinn vinnur ekki heimilisstörfin. Öll slík þjónusta er í verkahring annarra, þar skal bent á öldrunarþjónustu Akureyrarbæjar. Okkar hlutverk er að sýna vináttu í verki og flytja samferðafólki okkar kærleiksboðskap kristinnar trúar

HVERNIG ERU HEIMSÓKNIRNAR ÁKVEÐNAR?

  • Umsjónaraðili vinaheimsóknanna útvegar þann sem kemur í heimsókn.
  • Síðan getur þú sjálf(ur) komist að samkomulagi við gestinn um það hvenær og hvernig heimsóknirnar skuli vera
  • Bæði þú og gesturinn getið breytt samkomulaginu ef það skyldi koma í ljós að þið eigið ekki vel saman. Þá getur þú snúið þér til umsjónaraðilans sem getur þá ef til vill komið þér í samband við einhvern annan.
  • Gesturinn er bundinn þagnarskyldu og mun ekki láta neina vitneskju um persónulega hagi þína fara lengra – nema þú óskir

ANNAÐ SAFNAÐARSTARF

  • Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í safnaðarstarfi í kirkjunni er auðvelt að verða sér úti um upplýsingar um hvað þar er í boði, þar er bent á safnaðarblöðin en auk þess er auglýsingar að finna í dagskránni
  • Óskir þú eftir samfylgd við slík tækifæri er sjálfsagt að ræða það við heimsóknarvininn.
  • Sr. Sunna Dóra Möller er forstöðumaður Vinaheimsóknar. Viðtalstími hennar er þriðjudaga – fimmtudaga kl. 11-12, sími 462 7700/694 2805

Bæklingar: