Sjúkrahúsprestur

Sjúkrahúsprestur á Sjúkrahúsinu á Akureyri:

  • Sr. Guðrún Eggertsdóttir, sjúrahúsprestur
  • Netfang: gudrune@fsa.is
  • Símar: 463 0824 / 860 0545.

Á Sjúkrahúsinu á Akureyri er gefinn kostur á trúarlegri þjónustu.Trúarleg þjónusta er þáttur í heildrænni umönnun. Reynt er að koma sem best til móts við allar þarfir einstaklingsins, andlegar og trúarlegar sem og hinar líkamlegu. Sjúkrahúsprestur sinnir andlegri og trúarlegri þjónustu við sjúklinga, aðstandendur og starfsmenn Sjúkrahússins. Þjónustan felst í sálgæslu, bænastundum, helgihaldi, stuðningsviðtölum og fræðslu, hún stendur öllum til boða, burtséð frá trúarafstöðu viðkomandi. Hægt er að fá viðtal við sjúkrahúsprest þegar óskað er. Vinsamlega komið beiðnum um viðtöl til vakthafandi hjúkrunarfræðings, með því að hringja í skiptiborð SAK  eða beint í sjúkrahúsprest.Utan dagvinnutíma skiptast prestar á Akureyri og nágrenni á að sinna bráðaþjónustu. Vakthafandi hjúkrunarfræðingur sér þá um að kalla til prest. Skrifstofa trúarlegrar þjónustu er á 1. hæð, inn af kapellu SAK.