Æskulýðsferð á Hólavatn

Í lok sumars býður Glerárkirkju ungmennum á fermingaraldri skemmtiferð á Hólavatn í Eyjafirði. Þar reka KFUM og KFUK sumarbúðir og höfum við fengið staðinn lánaðan fyrir ferðina og mun starfsfólk KFUM og KFUK aðstoða okkur. Ferðin er kynning á sameiginlegu æskulýðsstafi Glerárkirkju og KFUM og KFUK. Öllum 8. bekkingum er velkomið að koma með óháð því hvort þau séu að hugsa um að fermast eða ekki. 

Dagskrá og dagsetningar verða auglýstar þegar nær dregur. 

Skráning er á netfangið glerarkirkja@glerarkirkja.is. Við brottför þarf að greiða þátttökugjald, kr. 4.500. Hægt er að sækja um niðurfellingu þátttökugjalds vegna fjárhagsörðugleika. Þau sem þess óska eru beðin að hafa samband við sr. Jón Ómar Gunnarsson.

Það þarf að taka með sér lak og sæng, eða svefnpoka, handklæði, sundföt eða þess háttar (fyrir þau sem vilja busla í vatninu) og fatnað til útiveru (það getur orðið kalt við varðeldinn), íþróttaskó (fyrir þau sem vilja fara í fótbolta) og að sjálfsögðu  má ekki gleyma Nýja testamentinu, aukafötum og tannburstanum!

Nánari upplýsingar gefa prestar Glerárkirkju.