Fermingar

Undirbúningur fermingarinnar skipar stóran sess í safnaðarstarfi Glerárkirkju og fræðslustarfi þjóðkirkjunnar. Á hverju ári fermast að jafnaði 100 ungmenni í Glerárkirkju. Hér eru mikilvægar upplýsingar um fermingarundirbúninginn. Prestar kirkjunnar hafa umsjón með fermingarstarfi kirkjunnar og veita fúslega upplýsingar í síma eða tölvupósti.

Hvað er fermingin?

Biblían segir okkur að skírnin sé gjöf Guðs til okkar. Hún er sýnilegt tákn þess að Guð elskar okkur og að við erum hluti af kirkjunni. Í skírninni felst það loforð foreldra og kirkjunnar að skírnarþeginn fái skírnarfræðsluna og er fermingarfræðslan einn veigamesti þáttur hennar. Í kirkjunni er fermingin jafnframt fyrirbæn. Orðið ferming merkir að staðfesta.  Fermingarbarnið segir á fermingardeginum að það vilji hafa Jesú Krist að leiðtoga lífsins og Jesús hefur lofað okkur í skírninni að vera með okkur alla daga, allt til enda veraldar.  Fermingartíminn gefur þér tækifæri til að kynnast kristinni trú betur. Fermingin sjálf er hátíðleg athöfn þar sem hvert fermingarbarn stígur fram og krýpur við altarið. Þar fer presturinn eða fermingarbarnið með ritningarorð sem barnið hefur valið sér, biður fyrir því og blessar það.

 Fermingarundirbúningur í Glerárkirkju

Fermingarfræðslan hefst með fundi presta og fermingarbarna í upphafi september mánaðar (auglýstur síðar í bréfi til væntanlegra fermingarbarna). Vikulegar samverur verða á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum og velja fermingarbörnin þann hóp sem þau kjósa, fermingarsamverurnar hefjast í september. Mikilvægur liður í fermingarfræðslunni er þátttaka í helgihaldi kirkjunnar, fermingarbörn í Glerárkirkju eiga að mæta í 10 messur eða guðsþjónustur á fermingarárinu sínu. Fermingarbörn fara einnig í dagsferð heim að Hólum í Hjaltadal og Löngumýri í Skagafirði í október/nóvember (Hér eru upplýsingar um fermingarnámskeiðið að Hólum í Hjaltadal og Löngumýri). Ungmennum á fermingaraldri í sókninni stendur einnig til boða að taka þátt í sólarhrings æskulýðsferð á Hólavatn í Eyjafirði dagana 15.-19.  ágúst (hér má finna upplýsingar um æskulýðsferð á Hólavatn). 

 

Athugið að ferðalög í ágúst og október eru niðurgreidd af Lögmannshlíðarsókn og eru ekki skylda.

  

Í fræðslunni í vetur verður stuðst við kennslubókina Bókin um Jesú ,sem má kaupa í kirkjunni hjá umsjónarmanni á 2.500 kr., fermingarbörn eiga einnig að hafa sálmabók og Biblíu eða Nýja testamenti. Fræðslan verður í umsjón presta kirkjunnar sr. Gunnlaugs Garðarssonar og sr. Jóns Ómars Gunnarssonar og veita þeir frekari upplýsingar um fræðsluna og fermingarathafnir. 

Athugið: Fræðslugjaldið vegna ferminga er samkvæmt gjaldskrá, sem ákveðin er af Innanríkisráðherra með reglugerð. Upplýsingar um fræðslugjaldið gefa prestar kirkjunnar. 

 •                                                                                                                                
 • Fermingin er stór viðburður í lífi hvers einstaklings og fjölskyldu hans og skiljanlegt að margir vilji skipuleggja slíkar fjölskylduhátíðir með góðum fyrirvara. Hér á eftir má sjá hvaða daga verður fermt í Glerárkirkju vorið 2019.

  Fermingardagar 2019 í Glerárkirkju eru eftirfarandi.    

  • 7. apríl - Glerárskóli, sá bekkur sem er fyrr í stafrófinu, ef 2 bekkir eru í árgangi. 
  • 13. apríl - Síðuskóli, sá bekkur sem er fyrr í stafrófinu, ef 2 bekkir eru í árgangi.
  • 14. apríl - Giljaskóli.  
  • 27. apríl - Glerárskóli, sá bekkur sem er seinna í stafrófinu, ef 2 bekkir eru í árgangi. 
  • 28. apríl - Síðuskóli, sá bekkur sem er seinna í stafrófinu, ef 2 bekkir eru í árgangi.
  • 25. maí-  ATH Aukaferming er á laugardegi. 

  ATH: Fermingar á laugardegi eru kl 11:00 en á sunnudögum kl 13:00

  Öllum sem kjósa að fermast í Glerárkirkju er frjálst að velja hvaða fermingardag sem er, en til hægðarauka höfum við þann háttinn á að skipta dögunum upp eftir skólum. Ekki er hægt á þessum tímapunkti að skipta upp eftir bekkjum því ekki liggur fyrir fyrr en í ágúst  hversu margir bekkir eru í hverjum skóla og hvaða nöfn þeir bekkir bera. Alla jafna er hafður sá háttur á að bekkurinn sem er fyrr í stafrófsröð fermist á fyrri fermingardegi viðkomandi skóla (Dæmi: Ef í Síðuskóla væru tveir bekkir, 8.DE og 8.ÞÆ, þá væri 8.DE á fyrri fermingardegi Síðuskóla.

 

 

Miðlun upplýsinga:

Stofnaður hefur verið lokaður hópur á facebook til að miðla upplýsingum til foreldra fermingarbarna. Síðan heitir: Glerárkirkja: Foreldrar fermingarbarna 2018/2019  og eru foreldrar beðnir að óska eftir aðgangi. Einnig verða foreldrar skráðir á póstlista. 

 Dagskrá fermingarfræðslunnar

 • 15. – 19. ágúst: Æskulýðsferðalög á Hólavatn. 
 • Október: Fermingarferðalag í Löngumýri og að Hólum í Hjaltadal kl. 08:00-21:00. 
 • 7. og 8. nóvember: Fermingarbarnasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar kl. 17.00 - 19:30 
 • 9. og 10. mars: Fermingarbörn velja ásamt foreldrum sínum fermingarvers. Sjá hér.
 • Marslok: Foreldrafundur í safnaðarheimili eftir guðsþjónustuna, þar sem farið verður í praktíska hluti varðandi undirbúning fermingarinnar og fermingarfræðslunnar. 
 • Apríl: Æfingar fyrir fermingarnar (verður auglýst síðar).

 Allar dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar (nema dagsetningar fermingarathafna).

***Skráning í fermingarfræðsluna fer fram hér***