Messur

 

Myndin er tekin við hátíðarmessu á 20 ára vígsluafmæli Glerárkirkju 9. desember 2012 

Prestar Glerárkirkju eru, sr. Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur og sr. Stefanía Guðlaug Steinsdóttir
 
Yfir vetrarmánuðina eru messur alla sunnudaga klukkan ellefu fyrir hádegi, auk þess sem messað er á hátíðisdögum kirkju og þjóðar ýmist klukkan ellefu fyrir hádegi eða klukkan tvö eftir hádegi.

Yfir sumarið er megináherslan í helgihaldinu á sunnudagskvöldum. Ýmist er boðið upp á guðsþjónustur án altarisgöngu eða messur með altarisgöngu kl. 20 nema annað sé auglýst.

Fjölskylduguðsþjónustur eru einu sinni í mánuði yfir vetrartímann klukkan ellefu fyrir hádegi. Einnig er boðið upp á guðsþjónustur með léttu formi tvö sunnudagskvöld í mánuði yfir vetrartímann.

Helgihald Glerárkirkju er auglýst í Dagskránni sem borin er í hvert hús á Akureyri á miðvikudögum og má nálgast þær auglýsingar á dagskrain.is