Sunnudagaskólinn

 

Yfir vetrarmánuðina er sunnadagaskóli alla sunnudaga fyrir hádegi í kirkjunni. Sameiginlegt upphaf er í messu safnaðarins en undir sálminum fyrir prédikun fara börnin í safnaðarsalinn ásamt leiðtogum barnastarfsins. Þar er sungið, leikið, fylgst með brúðuleikriti, bænir fluttar og hlustað á fræðslu og hugleiðingar. Þá sunnudaga sem er ekki messa klukkan ellefu (athöfn seinna um daginn) er samt barnasamvera og þá alla jafna í kirkjunni sjálfri. Helgihald Glerárkirkju er auglýst í Dagskránni sem borin er í hvert hús á Akureyri á miðvikudögum og má nálgast þær auglýsingar á dagskrain.is.

Veturinn 2018 til 2019 koma eftirfarandi einstaklingar að sunnudagaskólastarfinu:  Sunna Kristrún, djákni, Birkir Blær.