Uppgjör við siðbót - fræðslu- og umræðukvöld í Glerárkirkju

Uppgjör við siðbót

Uppgjör við siðbót

er röð erinda í tilefni af siðbótarafmælinu þar sem áhrif siðbótarinnar eru metin og túlkuð í ljósi samtímans. Siðbótarafmælið er miðað við það þegar Marteinn Lúther negldi mótmælagreinar sínar upp á hurð Hallarkirkjunnar í Wittenberg, en hvað hefur það með borgarsamfélag nútímans að gera? Það eru þrír biskupar, tveir prófessorar og tveir guðfræðingar sem fjalla um Heilaga Ritningu, kenningar, söfnuðinn, helgihald, reynslu og siðferði í þessu samhengi. Markmiðið með kvöldunum er að skoða á þessum tímamótum arf lúthersku kirkjunnar og ræða um þýðingu hans á líðandi stundu.

Miðvikudagur  4. okt.

Reynslan sem mótaði Martein Lúther sem guðfræðing

  • Hvað í lífi Lúthers varð til þess að hann gerði uppreisn gegn áherslum guðfræðinnar í upphafi 16. aldar?
  • Hvað hvatti Lúther áfram í siðbótarvinnunni?
  • Hvernig mótaði reynsla og heimsmynd Lúthers hugmyndir hans um Guð?
  • Hvernig varðveitum við best áherslur Lúthers í upphafi 21. aldar?

arnfríður guðmundsdóttir

Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor í trúfræði við guðfræði og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands

Miðvikudagur 11. okt.

Siðbótarkonur í fortíð og nútíð. Söfnuðurinn í breyttum heimi

  • Höfðu konur eitthvert hlutverk í siðbótinni og hver er staða þeirra í söfnuðunum í dag?
  • Hvernig hefur kirkjan breyst frá siðbót og til dagsins í dag í takt við samfélagsbreytingar?
  • Er evangelisk lútherska kirkjan sveiganlegri varðandi mannréttindabaráttu en aðrar kirkjur?
  • Hvernig endurspeglast það í kvennabaráttu frá hlutverki kvenna í siðbót til stöðu þeirra í söfnuðunum í dag?

Stefanía Steinsdóttir

Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, víglsubiskup á Hólum og sr. Stefanía Steinsdóttir, prestur í Glerárkirkju

Miðvikudagur 18. okt.

Guðsþjónusta siðbótarkirkjunnar og endurnýjun hennar

  • Hvaða breytingar urðu á helgihaldi kirkjunnar með siðbótinni?
  • Er áherslan á Guðs orð (og útleggingu þess) á kostnað sakramentanna, skírnar og kvöldmáltíðar?
  • Hafa hugmyndir Lúthers um almenna þátttöku safnaðarins í  helgihaldinu orðið að raunveruleika í kirkjunni?
  • Er áhersla Lúthers á altarissakramentið ennþá sami kjarninn í helgihaldi kirkjunnar?

kristjan_valur copy

Sr. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti
og formaður helgisiðanefndar

Miðvikudagur 25. okt.

Fræðslustefna siðbótarinnar sístætt verkefni

  • Hvaða áherslur lögðu Lúther og samstarfsmenn hans á fræðslu og hvernig mætti útfæra þær í kirkjunni í dag?
  • Hvernig var boðun trúar drifkrafturinn í almennri fræðslu?
  • Hvernig var trúfræðslan hugsuð og framkvæmd?
  • Hvernig mótuðust tengsl kirkju og skóla í siðbótarlöndunum?
  • Hvernig verður trúfræðslan framkvæmd í afhelguðu samfélagi og fjölhyggju (veraldarvæddu) skólakerfi?

gunnar johannes gunnarsson

Dr. Gunnar J. Gunnarsson, formaður siðbótarnefndar
og prófessor við menntasvið Háskóla Íslands

Miðvikudagur 1. nóv.

Saga siðbótarinnar og evangelísk lútherska kirkjan í dag

  • Hvaða þýðingu hefur siðbótarmaðurinn Marteinn Lúther fyrir kirkjuna sem er kennd við hann?
  • Hvernig er saga Lúthers og siðbótarkirkjunnar?
  • Hvaða þýðingu hafði uppgötvun hans og framsetning á fagnaðarerindinu?
  • Hvaða áhrif hafði það á kirkju og samfélag?
  • Og hvernig starfar evangelisk lútherska kirkjan í dag?

karl_sigurbjörnsson

Sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup.

Miðvikudaginn 8. nóv.

Persónuleg trúarreynsla og daglegt líf

  • Hvað er svona merkilegt við það að vera trúaður og að biðja?
  • Hvernig varð trúarreysla Lúthers og uppgötvun hans á fagnaðarerindinu mótandi fyrir bænalíf einstaklinga í siðbótarkirkjunni?
  • Hvernig verður trúin einstaklingsbundin með siðbótinni?
  • Hver er munurinn á iðrun og betrun annars vegar og hins vegar afturhvarfi og tileinkun trúarinnar?
  • Hvernig reynist bænalíf í þessum anda í nútímasamfélagi?

gudmundur.gudmundsson_raedustol

Sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur
í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófstsdæmi