Umræðukvöld um helgihaldi kirkjunnar verður miðvikudaginn 17. okt. kl. 20

Kristján Valur Ingólfsson

Merking og hlutverk messunnar í bænalífi og tilbeiðslu safnaðarins

Fyrirlesari: Kristján Valur Ingólfsson

Umræðukvöldin í Glerárkirkju verða að þessu haust þrjú á hálfs mánaðar fresti og beinast að söfnuðinum. Öllum í söfnuðunum gefst þar tækifæri til að leggja orð í belg um málefni sem brenna á kirkjunni. Kvöldin hefjast með inngangserindi, svo er boðið upp á kaffi og yfir kaffinu eru málin rædd. Kvöldin enda með helgistund í kirkjunni. Fyrsta kvöldið verður um merkingu og hlutverk messunnar. Sr. Kristján Valur Ingófsson var vígslubiskup í Skálholti og hefur verið í helgisiðanefnd þjóðkirkjunnar um árabil, auk þess að starfa í ólíkum söfnuðum meðal annars Norðanlands.

Stutt lýsing á erindi kvöldsins:

SkírnarfonturJesús sagði: ,,Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni þar er ég mitt á meðal þeirra.?(Matt.18.20) og við síðustu kvöldmáltíðina sagði hann: Gjörið þetta í mína minningu. (Lúk.22.19).

 Þó að undirskrift auglýsingar um guðsþjónustur sunnudagsins sé venjulega prestsins  eða sóknarnefndarinnar þá er það engu að síður trú kristins safnaðar að Jesús sjálfur kalli hann saman til messu og sendi hann þaðan út til þjónustu.

Um þessar mundir er það sameiginlegt  áhyggjuefni allra kristinna safnaða í Evrópu að þeim fer fækkandi sem sækja almenna guðsþjónustu safnaðar síns hvern sunnudag, og að þeim fjölgar sem segja sig frá kirkju- og safnaðaraðild og jafnframt fækkar þeim ungu foreldrum sem bera börn sín til skírnar.

Ástæða dvínandi kirkjusóknar gæti verið einföld: Það er, að þessi þróun merki dvínandi trúarþörf, og eða, að fólkið sem myndar söfnuðinn telji ekki lengur að trúarþörf hans verði svalað þar.

Fyrirlesarinn sem er nýkominn af Allsherjarþingi Samtaka evangeliskra kirkna í Evrópu mun í þessum fyrirlestri annarsvegar varpa ljósi á glímu hinna evangelisku kirkna í Evrópu við þessar spurningar, en hinsvegar draga fram markmið, mikilvægi og tilgang messunnar í bænalífi og tilbeiðslu kristins safnaðar sem einmitt í messunni mætir frelsara sínum sem söfnuður, en ekki aðeins sem einstaklingur í sínu persónulega trúarlífi.

Allir hjartanlega velkomnir