Trúin og listin á fræðslu- og umræðukvöldum í október

Trúin og listin

Fyrirlestraröð og umræður í Glerárkirkju á miðvikudögum í otkóber 2015 kl. 20-22

Steindur gluggi í Glerárkirkju

Nokkrar spurningar um trúna og listina:

Er listin í þjónustu trúarinnar eða birtist trú og list samofin í sköpunarverkum manna? Hvernig eru slík listaverk tjáning á djúpum tilfinningum og mannlegri glímu um merkingu lífsins? Hvernig eru listaverk hluti af tilbeiðslu kirkju og kristni og annarra trúarbragða? Hvað væri trúin án listar? Getur verið að trúin og listin verða illa greind í sundur og þannig hafi það verið?

Fræðslu- og umræðukvöldin

Kvöldin hefjast með erindi um viðfangsefni kvöldsins, framsetningin er í höndum fyrirlesara. Þá er boðið upp á veitingar í hléi. Þá taka við umræður. Kórarnir munu flytja og æfa upp og kenna nýja sálma, myndverk verða skoðuð og tekin verða dæmi úr leikritum. Fyrirlestraröðin er öllum opin og þátttakendum að kostnaðarlausu en tekið er á móti framlögum í kaffisjóðinn.

Auglýsing til útprentunar á Pdf-formi

Bæklingur til útprentunar á Pdf-formi

Um námskeiðið

Fyrirlesarar

Fyrirlesararnir eru sérfræðingar á sínu listsviði. Fjallað verður um bókmenntir, sönglist, myndlist og leiklist.

Umræður

Eitt aðalmarkmið þessara kvölda er að skapa umræðuvettvang listafólks, guðfræðinga og almennings um þátt listarinnar í kirkju og samfélagi.

Iðkun listarinnar

Námskeiðið hefur einnig það að markmiði að stíga lengra en fræðileg umræða með því að njóta listarinnar með dæmum til að gera umfjöllunina lifandi og nærtæka. Fengnir verða kirkjukórar til að flytja dæmi og fjallað um leikhúsverk sem nýlega hafa verið á fjölunum.

DAGSKRÁ Í OKTÓBER:

Miðvikudagur 7. október 

Skáldin og trúin - Hvernig birtist trúararfleifð þjóðarinnar í verkum nútímaskálda?

Gunnar Kristjánsson

Fyrirlesari: Gunnar Kristjánsson dr. theol. er fyrrverandi sóknarprestur í Reynivallaprestakalli og prófastur emeritus í Kjalarnessprófasts-dæmi. 

Hann verður með inngang að viðfangsefni kvöldanna trú og list. Þá fjallar hann um íslenskar bókmenntir og trúarleg viðfangsefni í nútímabókmenntum.

Miðvikudagur 14. október

Margrét Bóasdóttir

Kirkjutónlist og kirkjusöngur ? framtíðin og fjölbreytnin

Fyrirlesari: Margrét Bóasdóttir, verkefnisstjóri þjóðkirkjunnar í kirkjutónlist.

Hún fjallar um sálma og söngva
kirkjunnar með dyggri aðstoð kórafólks og organista á svæðinu. Þetta verður gott tækifæri til að kynnast nýjum sálmum
og syngja saman.

Miðvikudagur 21. október 

Birting trúar og hins guðlega í myndlist

Fyrirlesari: Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur), prófessor við Listaháskóla Íslands.

Guðmundur Oddur Magnússon

Fjallað verður um samband trúar og listar frá örófi til dagsins í dag. Settar verða fram spurningar um framsetningu guðdómsins  í myndlist ? allt frá helgileikjum til kirkjubygginga.

Miðvikudagur 28. október

Leiklistin og trúarlegar glímur ? Leikhúsið í kirkjunni

Fyrirlesarar: Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson og sr. Hannes Örn Blandon, leikhúslistamenn af ýmsu tagi.

Þeir skoða svolítið leikhúsið í trúartextum og trúarglímuna í leikhúsinu. Nærtækt dæmi þar um er auðvitað hinn víðfrægi söngleikur: ?Fiðlarinn á þakinu?.